Sara tryggði heimsleikasætið

Ragnheiður Sara á verðlaunapallinum í London í gær.
Ragnheiður Sara á verðlaunapallinum í London í gær. Ljósmynd/Strength in Depth

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, sigraði um helgina á móti sem ber heitið Strength in Depth og fór fram í London. Því er ljóst að hún verður á meðal þátttakenda á heimsleikunum, sem fram fara í ágúst.

Breyt­ing var gerð á undan­keppni heims­leik­anna í cross­fit í ár og nú eru leiðirn­ar inn á leik­ana fjöl­breytt­ari, en mótið um helg­ina er eitt af sex­tán í nýrri mótaröð þar sem sig­ur­veg­ari í hverj­um flokki, það er karla, kvenna og liðaflokki, fær keppn­is­rétt á heims­leik­un­um.

Áður lá leið Söru og hinna Íslendinganna sem eru í fremstu röð í crossfit-heiminum í gegnum sérstaka Evrópuleika, en nú eru möguleikarnir fleiri til þess að tryggja þátttökurétt sinn á meðal þeirra hraustustu í heimi.

Sara skaut keppinautum sínum ref fyrir rass og endaði með 682 stig, en Jamie Greene frá Ástralíu og Dani Speegle frá Bandaríkjunum enduðu í 2. og 3. sæti með 638 og 602 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert