Undirbúningur fyrir Paralympics í fullum gangi

Íslensku keppendurnir á Paralympics í Tókýó að óbreyttu. Thelma Björg …
Íslensku keppendurnir á Paralympics í Tókýó að óbreyttu. Thelma Björg Björnsdóttir er lengst til vinstri. Már Gunnarsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson eru einnig á myndinni. Ljósmynd/ÍF

Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona úr ÍFR, keppti á dögunum í þremur greinum á Opna þýska meistaramótinu sem fram fór í Berlín. 

Thelma keppti fyrst í 100 metra bringusundi. Komst hún í úrslit og synti þar á tímanum 1:56,00. 

Næst keppti hún í 100 metra skriðsundi og synti á 1:30,18 mínútum. 50 metra skriðsund synti hún á 41,31 sekúndu. 

Thelma Björg er ein þeirra Íslendinga sem keppa á Paralympics síðar í sumar. Fram kemur á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra að nú taki við æfingabúðir og annar undirbúningur fyrir leikana í Tókýó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert