Annar Íslandsmeistaratitill Þorra

Þorri Jensson með bikarinn.
Þorri Jensson með bikarinn.

Þorri Jensson vann Hafnfirðingaslaginn gegn Sigurði Kristjánssyni í úrslitum Íslandsmótsins í snóker í gær. 

Leikurinn fór fram á Snóker og Poolstofunni í gær.

Úrslitaleikurinn var upp í níu, Sigurður byrjaði leikinn mun betur og komst 7:2 yfir. Þorri snéri hinsvegar leiknum sér í vil og vann næstu sjö ramma og tryggði sér sigurinn, 9:7. 

Þorri var einning stigameistari tímabilsins af 24. spilurum, Sigurður var fjórði stigahæsti en kom sér samt í úrslit. 

Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Þorra en hann vann síðast árið 2020. 

mbl.is