„Ólýsanleg tilfinning“

Anna Ingunn Svansdóttir, sýnileg í miðjunni, fagnar með liðinu.
Anna Ingunn Svansdóttir, sýnileg í miðjunni, fagnar með liðinu. mbl.is/Skúli B. Sig

Fyrirliðinn Anna Ingunn Svansdóttir var enn á bleiku skýi er Morgunblaðið talaði við hana í gær eftir að Keflavík varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í sjö ár í fyrrakvöld. Keflavík vann Njarðvík, 3:0, í úrslitaeinvíginu og lyfti Íslandsbikarnum fyrir framan troðfulla stúku í íþróttahúsi Keflvíkinga eftir sigur í þriðja leiknum, 72:56.

Anna var enn að ná sér niður er Morgunblaðið talaði við hana. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég er eiginlega ekki búin að ná mér niður eftir gærkvöldið. Það var partí uppi í íþróttahúsi og svo fórum við á aðalstaðinn í Keflavík, Brons,“ sagði Anna þegar hún var spurð hvað gert hefði verið til að fagna.

Unnið lengi að þessu

Keflavík var yfirburðalið á Íslandsmótinu í ár en liðið vann deildina, bikarinn og varð loks Íslandsmeistari. Liðið hafði ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2017 en í fyrra tapaði Keflavík fyrir Val í úrslitaeinvíginu. Anna Ingunn segir Keflavíkurliðið hafa unnið lengi að þessu.

„Við erum búin að vinna lengi að þessu. Við vorum nálægt því í fyrra. Að landa titlinum loksins er mjög sætt, enda hefur það verið markmiðið í mörg ár. Við æfum alla daga, lyftum, skjótum og erum í hörkuformi. Þjálfararnir okkar eru frábærir. Við erum líka allar ótrúlega góðar í körfubolta,“ bætti Anna við er hún var spurð út í ástæðuna á bak við velgengni Keflavíkur.

Ítarlegra viðtal við Önnu Ingunni má lesa á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert