Haraldur ver ekki titilinn

Haraldur Heimisson og Sigmundur Einar Másson takast í hendur eftir …
Haraldur Heimisson og Sigmundur Einar Másson takast í hendur eftir úrslitaleikinn á Leirunni í fyrra, þar sem Haraldur hafði betur. mbl.is

Grafarholtsvöllur verður vettvangur Íslandsmótsins í holukeppni í golfi fram á sunnudag. Mótið hóst í dag með 32 viðureignum í karlaflokki þar sem 64 taka þátt en í kvennaflokki eru 12 keppendur skráðir til leiks. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Þórdís Geirsdóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir úr GK sitja hjá í fyrstu umferð. Í fyrra sigraði Haraldur H. Heimisson úr GR í karlaflokki en Helga Rut Svanbergsdóttir úr Kili í kvennaflokki. Helga Rut mun reyna að verja titilinn í kvennaflokki en Haraldur verður ekki með þar sem hann stundar háskólanám í Bandaríkjunum.

Samkvæmt reglugerð um mótið geta aðeins þeir kylfingar sem eru með stig á Toyota-mótaröðinni tekið þátt á Íslandsmótinu í holukeppni. Hinrik Hilmarsson, starfsmaður Golfsambands Íslands, sagði í gær við Morgunblaðið að 23 konur hefðu getað tekið þátt að þessu sinni en 11 þeirra hefðu ákveðið að gera það ekki. "Reglugerð mótsins gerir því öðrum kylfingum ekki kleift að taka þátt en þeim sem hafa unnið sér inn stig. Það má vænta þess að stig úr flokki 16-18 ára kvenna verði einnig tekin með í reikninginn á næstu misserum enda þátttakan ekki mikil að þessu sinni. En til þess þarf að breyta reglugerð mótsins," sagði Hinrik.

Íslandsmeistarinn í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, verður með á mótinu að þessu sinni, auk Björgvins Sigurbergssonar úr GK sem varð annar á Íslandsmótinu. Bronsverðlaunahafinn frá Garðavelli Örn Ævar Hjartarson úr GS, Ólafur Már Sigurðsson, GK, og Heiðar Davíð Bragason verða allir með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »