Með þreföldum sigurvegara í ráshóp

Birgir Leifur Hafþórsson leikur í Ástralíu um helgina.
Birgir Leifur Hafþórsson leikur í Ástralíu um helgina. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson verður á meðal keppenda á ástralska PGA-meistaramótinu sem fram fer dagana 30. nóvember-3. desember í Queensland í Ástralíu. Birgir er í skemmtilegum ráshóp, með þeim Richard Green og David Smail. 

Green hefur þrisvar borið sigur úr býtum á móti í Evrópumótaröðinni, en hann er gríðarlega reynslumikill. Hann vann síðast Opna portúgalska mótið árið 2010. Smail hefur unnið nokkrar minni mótaraðir og var hann um tíma í 70. sæti heimslistans. 

Birgir lék síðast á mótaröðinni árið 2011 og á að baki 60 mót í þessari næststerkustu mótaröð heims. 

mbl.is