Skrautlegur síðasti hringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fjórða og síðasta hringinn sinn á CP Women's Open-golf­mót­inu í dag. Leikið var í Reg­ina í Kan­ada og er mótið liður í LPGA-mótaröðinni. Ólafía lék skrautlegan hring á 73 höggum, einu höggi yfir pari. 

Ólafía fékk fimm fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla á átján holum. Hún lék hringina fjóra á samtals 289 höggum og hafnaði í 64. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum. 

Íþróttamaður ársins 2017 fór mjög vel af stað á mótinu og lék fyrsta hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari, en náði ekki sömu hæðum á þremur síðustu hringjunum. 

mbl.is