Kemst McIlroy yfir sálfræðiþröskuldinn?

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Mastersmótið sem hefst á Augusta National í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag.

Masters er fyrsta risamótið af fjórum í golfinu hjá körlunum á ári hverju og er frábrugðið hinum þremur að því leyti að það fer ávallt fram á sama vellinum. Tiger hefur fjórum sinnum sigrað á mótinu og veit því hvað þarf til. Eftir sigur hans á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, síðasta haust má líta svo á að Tiger sé aftur kominn í hóp þeirra sem geta unnið risamót.

Fari svo að Tiger eigi möguleika þegar mótið er hálfnað er hann til alls líklegur enda mikil verðmæti í því falin að gjörþekkja Augusta-völlinn. Svipað má segja um Phil Mickelson sem unnið hefur þrívegis. Finni Mickelson taktinn getur hann unnið en Mickelson verður 49 ára í júní og yrði þá elsti maðurinn til að vinna risamót í golfi.

Ekki eru þessar kempur þó líklegastar til að vinna mótið. Mesta pressan er á Rory McIlroy en frá árinu 2015 er Masters eina risamótið sem honum hefur ekki tekist að vinna. Þar af leiðandi er ekki leyndarmál að sigur á Masters er forgangsmál hjá Norður-Íranum. Slíku geta fylgt bæði kostir og gallar. McIlroy er einkar líklegur í þetta skiptið því hann hefur leikið mjög vel á árinu og sigraði á The Players Championship. McIlroy sagði á blaðamannafundi á Augusta að hann hefði unnið skipulega í andlega þættinum og væri að mörgu leyti betur á sig kominn, andlega og líkamlega, en oft áður. „Maður þarf ekki endilega að búa með munkunum í Nepal til að vinna í andlega þættinum,“ sagði McIlroy léttur á fundinum.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert