Karlalandsliðið í 9. sæti

Íslenska karlalandsliðið.
Íslenska karlalandsliðið. Ljósmynd/Golf.is

Íslenska karlalandsliðið í golfi hafnaði í 9. sæti á á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fór á Hilversumsche Golf Club í Hollandi.

Íslenska liðið vann Belgíu í leik um 9. sætið en það voru þeir Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandssson sem skipuðu íslenska liðið.

Þá var Ólafur Björn Loftsson liðsstjóri. Alls tóku fjórtán þjóðir þátt á mótinu í ár en hvert lið var skipað fjórum leikmönnum í stað sex vegna kórónuveirufaraldursins.

Nánar má lesa um úrslit mótsins með því að smella hér.

mbl.is