Ólafur Evrópumeistari með Ciudad

Ólafur er hér að skora eitt af átta mörkum sínum ...
Ólafur er hér að skora eitt af átta mörkum sínum gegn Kiel í dag. AP

Ólafur Stefánsson og félagar hans hjá Ciudad Real eru Evrópumeistarar í handknattleik karla, annað árið í röð. Liðið lagði Alfreð Gíslason og félaga í Kiel 33:27 og samanlagt 67:66.

Ólafur átti frábæran leik, var eini maðurinn sem lék af viti hjá Ciudad í fyrri hálfleiknum og gríðarlega sterkur í þeim síðar og gerði meðal annars síðasta markið sem gulltryggði sigurinn. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk. Sannarlega flottur endir hjá Ólafi sem nú kveður félagið og heldur til Þýskalands.

Alfreð og félagar virtust vera með þetta í hendi sér enda staðan 16:20 fyrir Kiel eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Það sem eftir var leiks gerðu heimamenn því 17 mörk á móti sjö mörkum Kiel. 

Leik lokið.

33:27 Ólafur skorar með gegnumbroti og gulltryggi sigurinn. Ciudad tekur leikhlé þegar 12 sekúndur eru eftir.

30:26 Nú vantar Ciudad bara eitt mark til að vinna upp muninn úr fyrri leiknum.  4 mínútur eftir.

26:23 Alfreð tekur leikhlé enda hefur Ciudad gert 10 mörk gegn þremur á síðustu mínútum. Sterbik er kominn í stuð í marki Spánverja og munar um minna. 11 mínútur eftir.

22:21 Ciudad er komið yfir í fyrsta sinn í leiknum og síðasti stundarfjórðungurinn gæti orðið skemmtilegur.

20:20 Fjögur mörk í röð frá heimamönnum. Vörn Ciudad er að vakna til lífsins

18:20 Óli með sjötta markið sitt, úr vítakasti, og kanski er smá von hjá Ciudad. 11 mínútur búnar.

16:20 Allt stefnir í að Alfreð fagni Evrópumeistaratitlinum því Ciudad getur ekki, með svona leik, unnið upp níu marka mun sem nú er.

14:16 Ciudad einum færri og fátt sem bendir til að liðið nái að vinna upp muninn frá fyrri leiknum, sem er fimm mörk.

13:14 Ólafur gerði síðasta mark heimamanna úr vítakasti og er kominn með fimm mörk. Omeyer í marki Kiel hefur varið frábærlega og kominn með 15 skot, þar af tvö vítaköst og hin flest öll úr dauðafærum.

12:14 Ciudad náði að skora eitt mark manni fleiri og nú rúm mínúta eftir af fyrri hálfleik og Alfreð tók leikhlé til að fara yfir malin með sínum mönnum.

11:14 Omeyer ver annað vítakst sitt í leiknum og er kominn með 14 skot. Ólafur sá eini sem er að leika eins og maður hjá Ciudad. Kominn með fjögur mörk.

9:12 Ciudad í vondum málum tíu mínútur til hálfleiks og Alfreð með sína menn mjög einbeitta, en sóknarleikur heimamanna slakur.

8:10 Kiel gerði tvö mörk á meðan heimamenn voru tveimur færri.

Ciudad er með tvo menn útaf og því tveimur færri í tæpar tvær mínútur.

8:8 Óli gerir sitt þriðja mark, skorar úr víti, 7:8 og síðan skora heimamenn úr hraðaupphlaupi. Fyrri hálfleikur nákvæmlega hálfnaður.

6:8 Hombrados kominn í mark Ciudad enda Sterbik ekki varið mikið.

4:7 Kiel í fínum málum enda þarf Ciudad að vinna með fimm mörkum. Ólafur kominn með tvö mörk fyrir Ciudad.

2:3 Sókn Ciudad þunglamaleg og Omeyer búinn að verja sex skot go aðeins sjö mínútur búnar.

1:2 þrjár mínútur búnar og Omeyer lokar marki Kiel. Ólafur með fyrsta mark Ciudad.

Ólafur á fyrsta skotið sem varið en línumaðurinn tók frákastið og fékk víti. Ólaur tekur vítið en Omeyer varði vítið.

mbl.is

Bloggað um fréttina