Ísland úr leik eftir grátleg úrslit

Frá æfingu liðsins.
Frá æfingu liðsins. Ljósmynd/HSÍ

Ísland náði ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni U19 ára landsliða í handbolta eftir 22:22 jafntefli við Rúmeníu í lokaleik liðsins í undankeppninni í dag. 

Spánverjar og Rúmenar fara í lokakeppnina á meðan Ísland situr eftir með sárt ennið. Efstu tvö lið riðilsins fara í lokakepnina, en Ísland þurfti sigur í leiknum í dag til að ná 2. sæti af Rúmenum. 

Spánn endar riðilinn með fullt hús stiga og þar á eftir koma Ísland og Rúmenía með 3. Litháen rak lestina án stiga. 

Markaskorarar Íslands: Lovísa Thompson 9, Þóra Guðný Arnarsdóttir 3, Andrea Jacobsen 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir 2, Ragn­hild­ur Edda Þórðardótt­ir 1, Mariam Eradze 1

mbl.is