Janus og Ómar í miklum ham

Janus Daði Smárason var markahæstur.
Janus Daði Smárason var markahæstur. mbl.is/Árni Sæberg

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon léku báðir vel fyrir Aalborg í 33:23-útisigri á Lemvig í dönsku A-deildinni í handbolta í kvöld. Janus Daði var markahæstur með sjö mörk og skoraði hann þau úr átta skotum. 

Ómar Ingi kom þar á eftir með sex mörk í níu skotum og skoruðu Selfyssingarnir því 13 af 33 mörkum liðsins. Aalborg er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, eins og Bjerringbro-Silkeborg sem vermir toppsætið. 

Ólafur Gústafsson skoraði eitt mark fyrir Kolding í 27:27-jafntefli við Bjerringbro. Kolding er í tíunda sæti með átta stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert