Landsliðskona á von á barni

Þórey Rósa Stefánsdóttir
Þórey Rósa Stefánsdóttir Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, er barnshafandi og mun því missa af hluta af næsta keppnistímabili. Þórey spilar með bikarmeisturum Fram í efstu deild.

Einar Ingi Hrafnsson, barnsfaðir og unnusti Þóreyjar, sagði frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að þau ættu von á sínu öðru barni en Einar er sömuleiðis handboltamaður, spilar með Aftureldingu í efstu deild.

Þórey á von á sér í desember og segist staðráðin í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka en hún var í viðtali við RÚV í gærkvöldi. Þórey er annar leikmaður Framara og landsliðsins sem mun missa af hluta af næstu leiktíð en landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir á einnig von á barni næsta vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert