Snýr aftur til Noregs

Örn Vésteinsson í treyju númer 4 þegar hann gekk til …
Örn Vésteinsson í treyju númer 4 þegar hann gekk til liðs við Emsdetten í febrúar síðastliðnum. Ljósmynd/Emsdetten

Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Haslum eftir stutt stopp í Þýskalandi, þar sem hann lék með Emsdetten í B-deildinni eftir áramót.

Handbolti.is greinir frá.

Emsdetten féll úr þýsku B-deildinni í vor og ákvað Örn að þekkjast boð Haslum um að snúa aftur til Noregs.

Í Noregi hefur hann áður verið á mála hjá Bodö og Nötteröy. Fór hann frá Nötteröy undir lok janúar síðastliðins þegar þurfti að leggja liðið niður vegna fjárhagsástæðna.

Örn er sonur Vésteins Hafsteinssonar, fyrrverandi ólympíufara og núverandi þjálfara tveggja bestu kringlukastara heims, Svíanna Daniel Ståhl og Simon Pettersson, og ólst upp í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert