Ólafur að snúa aftur til Þýskalands?

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Styrmir Kári

Ólafur Stefánsson er ofarlega á blaði hjá karlaliði þýska handknattleiksfélagsins EHV Aue, sem er í leit að nýjum þjálfara.

Aue leikur í B-deild og hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu, þar sem liðið er í næstneðsta sæti með 4 stig eftir 11 leiki.

Vegna slælegs árangurs á tímabilinu var þjálfaranum Stephen Just vikið frá störfum í síðustu viku og samkvæmt Handbolta.is er líklegast að Ólafur taki við starfinu.

Ólafur var síðast aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku 1. deildinni en lét af störfum síðsumars í ár. Síðast sinnti hann starfi aðalþjálfara fyrir tæpum áratug, þegar hann þjálfaði karlalið uppeldisfélagsins Vals.

Með Aue leikur markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert