Bjó nokkurn veginn í þrjú sumur í Grikklandi

Agnar Smári á æfingu Valsliðsins í Grikklandi í dag.
Agnar Smári á æfingu Valsliðsins í Grikklandi í dag. mbl.is/Jóhann Ingi

Agnar Smári Jónsson leikmaður Vals er spenntur fyrir seinni leik liðsins við Olympiacos frá Grikklandi í úrslitum Evrópubikarsins í handbolta á morgun. Valsliðið er komið til Grikklands þar sem Agnar kann afar vel við sig.

„Mér líður fáránlega vel. Það er góður hiti, líkaminn fljótur að hitna og maður er mýkri en í kuldanum heima þar sem maður verður stífur.

Ég hef oft verið í Grikklandi og mér líður vel hér. Þetta er geggjaður staður. Pabbi var farastjóri og ég bjó nokkurn veginn í þrjú sumur hérna. Þetta er einn af mínum uppáhalds stöðum.“

Valur vann fyrir leikinn með fjórum mörkum, 30:26, og því í fínni stöðu fyrir seinni leikinn sem verður þó erfiður, gegn góðu liði á sterkum útivelli.

„Þetta verður alvöruslagur, fjögur mörk eru ekki neitt í handbolta. Þetta er fljótt að fara og fljótt að koma. Ég sé fyrir mér alvöruleik, eins og í leiknum heima. Þá var þetta jafnt allan tímann, þangað til okkur tókst að fara aðeins fram úr þeim í lokin,“ sagði Agnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert