Einum sigri frá sænska meistaratitlinum

Tryggvi Þórisson í leik með íslenska U21 árs landsliðinu á …
Tryggvi Þórisson í leik með íslenska U21 árs landsliðinu á síðasta ári. Ljósmynd/Jozo Cabraja

Tryggvi Þórisson og liðsfélagar hans í Sävehof eru einum sigri frá því að tryggja sér sænska meistaratitilinn í handknattleik eftir sigur á Ystad, 39:37, í framlengdum þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í Sävehof í kvöld.

Sävehof er 2:1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér meistaratitilinn í fjórða leik liðanna næstkomandi þriðjudag.

Tryggvi komst ekki á blað en lét til sín taka í vörninni eins og venjulega.

Færeyingurinn Óli Mittún átti stórleik í liði Sävehof er hann skoraði níu mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert