Valsmenn fengu lögreglufylgd í Grikklandi

Valsmenn fóru í fylgd lögreglu á æfingu.
Valsmenn fóru í fylgd lögreglu á æfingu. mbl.is/Jóhann Ingi

Karlalið Vals í handbolta er mætt til Aþenu í Grikklandi þar sem liðið leikur seinni leik sinn við stórliðið Olympiacos í úrslitum Evrópubikarsins á morgun.

Eftir langan ferðadag í gær var liðið mætt á hótelið í Grikklandi um miðja nótt. Þrátt fyrir það var vaknað snemma í morgun, borðaður morgunmatur og síðan farið á æfingu.

Stuðningsmenn Olympiacos eru þekktir fyrir að vera mjög blóðheitir og fékk Valsliðið lögreglufylgd frá hótelinu og í æfingahöllina.

Valur vann fyrri leikinn 30:26 og er því í fínum málum fyrir seinni leikinn á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert