Lét forseta FIFA heyra það

Gianni Infantino yppti öxlum þegar Hadja Lahbib ræddi við hann, …
Gianni Infantino yppti öxlum þegar Hadja Lahbib ræddi við hann, með One Love-fyrirliðaband. AFP/Juan Mabromata

Hadja Lahbib, utanríkisráðherra Belgíu, var á meðan áhorfenda á leik Belgíu og Kanada á HM karla í fótbolta í gær. Var hún í heiðursstúkunni á Ahmed bin Ali-vellinum í Al Rayyan.

Gianni Infantino, hinn umdeildi forseti FIFA, var einnig í stúkunni og Lahbib nýtti tækifærið til að lesa Ítalanum pistilinn.

Lahbib var með „One love“ fyrirliðabandið í stúkunni, en FIFA olli miklu fjaðrafoki með því að banna fyrirliðum sjö Evrópuþjóða að vera með bandið í leikjum á HM.

Knattspyrnusambönd þjóðanna sjö eru ósátt með vinnubrögð FIFA þegar kemur að fyrirliðaböndunum og hefur knattspyrnusamband Danmerkur m.a. sakað FIFA um kúgun og hótað útgöngu úr FIFA. Þá ætlar þýska sambandið að höfða mál gegn sambandinu. 

mbl.is