Leikur sem gæti haft mikil áhrif á gang mála

Ólafur Andrés Guðmundsson og Luís Frade mætast í þriðja sinn …
Ólafur Andrés Guðmundsson og Luís Frade mætast í þriðja sinn á átta dögum í Egyptalandi í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar hefja leik á HM karla í handknattleik í Egyptalandi í kvöld þegar Ísland mætir Portúgal í hinni nýju nafnlausu verðandi höfuðborg Egyptalands klukkan 19.30.

Þjálfarar og leikmenn Íslands hugsa um einn leik í einu eins og fram hefur komið. Ef við leyfum okkur hins vegar að horfa lengra fram í tímann í mótinu má setja dæmið þannig fram að leikurinn gegn Portúgal sé afar mikilvægur í baráttunni um að komast í 8-liða úrslit mótsins.

Í F-riðlinum ásamt Íslandi og Portúgal leika einnig Alsír og Marokkó. Engin stig fást gefins á HM frekar en annars staðar en miðað við styrkleika liðanna síðustu árin er búist við því að Ísland og Portúgal muni berjast um efsta sætið í riðlinum. Í kvöld eru því í boði tvö mikilvæg stig til að taka með sér í milliriðilinn. Komist íslenska liðið í milliriðil, eins og búist er við, mætir Ísland þremur liðum sem komast áfram úr E-riðli þar sem eru Frakkland, Noregur, Austurríki og Sviss.

Fyrirfram er búist við því að Frakkland, Noregur, Ísland og Portúgal geti blandað sér í baráttuna um sætin tvö í 8-liða úrslitum keppninnar. Að þessu sinni taka 32 þjóðir þátt í lokakeppninni og eru milliriðlarnir fjórir. Tvö lið úr hverjum milliriðli fara í 8-liða úrslit og þar tekur við útsláttarkeppni.

Með þetta til hliðsjónar má segja að sigur gegn Portúgal í kvöld gæti komið íslenska liðinu í skemmtilega stöðu. Í leikjunum í milliriðli væri þá mikið undir með tilheyrandi spennu fyrir landsliðið og alla þá sem fylgjast með hér heima. Hvernig spilamennskan verður hjá liðinu verður svo að koma í ljós rétt eins og hjá öðrum liðum eins og Frakklandi og Noregi.

Frakkar eru alla jafna mjög sterkir en í fyrra tókst liðinu þó ekki að komast áfram í milliriðil á EM. Þá tapaði liðið einmitt fyrir Portúgal í riðlakeppninni, liðinu sem Ísland mætir í kvöld. Ekkert er því öruggt á mótum sem þessum, hvorki hjá Frökkum, Íslendingum né öðrum.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »