Kólumbískur landsliðsmaður til Þórs

Hansel Atencia með boltann í leik með Kólumbíu.
Hansel Atencia með boltann í leik með Kólumbíu. Ljósmynd/FIBA

Þór á Akureyri sem tryggði sér sæti í Dominos-deild karla í körfuknattleik í vor hefur samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Leikmennirnir sem Þórsarar hafa samið við eru kólumbíski leikstjórnandinn Hansel Atencia og bandaríski bakvörðurinn Zeek Woodley.

Atencia er 22 gamall. Hann er  nýútskrifaður frá Masters-háskólanum í NAIA-deildinni og þar átti hann frábært lokaár þar sem hann var valinn í annað úrvalslið sinnar deildar.  Atencia er landsliðsmaður Kólumbíu og þótti standa sig afar vel með Kólumbíumönnum í undankeppni HM í apríl þar sem hann skoraði 13,3 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali.

Woodley er 24 ára gamall. Á háskólaferlinum var Woodley með um 20 stig og 5 fráköst fyrir Northwestern St. Hann lék í Kosóvó á síðustu leiktíð. 

mbl.is