Fimmtán stiga tap gegn Búlgaríu

Helena Sverrisdóttir tekur skot í kvöld.
Helena Sverrisdóttir tekur skot í kvöld. mbl.is/Hari

Ísland tapaði fyrir Búlgaríu 69:84 í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Var þetta fyrsti leikur liðanna í keppninni. 

Leikurinn er sá fyrsti í A-riðli, en ásamt Íslandi og Búlgaríu eru Grikkland og Slóvenía einnig í riðlinum.

Sigur Búlgaríu var sanngjarn en liðið lék mun betur en það íslenska í kvöld. Búlgaría byrjaði geysilega vel á upphafsmínútunum og náði þá tíu stiga forskoti. Ísland náði aldrei að jafna eftir það. 

Íslenska liðið átti hins vegar ágæta spretti og tvívegis í fyrri hálfleik minnkaði það muninn töluvert niður eða í 2-4 stig. Rétt fyrir hlé rykktu þær búlgörsku aftur frá og voru yfir að fyrri hálfleik loknum 40:28. 

Í síðari hálfleik hafði búlgarska liðið ágæt tök á leiknum þótt íslenska liðið reyndi hvað það gat. Baráttan og andinn var til staðar en betra liðið vann einfaldlega í þetta skiptið. Einnig munaði tólf stigum fyrir síðasta leikhlutann og íslenska liðinu tókst ekki að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunum. 

Hildur Kjartansdóttir var stigahæst með 15 stig og tók auk þess 13 fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena lék nánast allan leikinn eða í rúmar 37 mínútur. Húnn átti hins vegar slæman dag í skotunum og hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum. Heldur óvenjuleg skotnýting á þeim bæ. Íslenska liðið hitti aðeins úr 4 af 24 þriggja stiga skotum sínum sem gerir tæplega 17% nýtingu. Ekki er auðvelt að vinna leiki í undankeppni EM með slíka nýtingu.  

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Ísland 69:84 Búlgaría opna loka
99. mín. skorar
mbl.is