Keflvíkingar ekki í vandræðum

Frá Blue-höllinni í Keflavík í kvöld.
Frá Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Skúli Sigurðsson

Keflavík fékk Þórsara frá Akureyri í heimsókn í kvöld í Dominos-deild karla. Fyrirfram var allt eins við því að Þórsarar myndu í það minnsta stríða Keflvíkingum en svo fór ekki. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu þetta kvöldið þrátt fyrir ágætis áhlaup gestanna undir lok leiks. 97:89 varð lokaniðurstaða kvöldsins. 

Þórsarar héldu í við Keflvíkinga fyrsta fjórðunginn en svo hægt og bítandi komust heimamenn í sinn gír og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu í raun. Þórsarar áttu fínt áhlaup undir lok leiks leitt af Jamal Palmer en þó aldrei neitt sem ógnaði sigi heimamanna í þessum leik. 

Stigahæstur heimamanna og þeirra besti maður í kvöld líkt og venjulega var Dominykas Milka með 27 stig. Hjá Þór var þeirra langbesti maður í kvöld Jamal Palmer með 29 stig og í raun sá eini með lífsmarki á lokasprettinum þegar aðrir virtust vera búnir að gefast upp. 

Keflavík - Þór Akureyri 97:89

Blue-höllin, úrvalsdeild karla, 2. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:4, 10:9, 12:11, 18:18, 25:25, 33:28, 39:32, 46:34, 50:39, 61:45, 66:52, 76:54, 82:59, 88:67, 95:82, 97:89.

Keflavík: Dominykas Milka 27/12 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 18/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/4 fráköst/11 stoðsendingar, Deane Williams 10/12 fráköst/5 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 9/6 fráköst, Magnús Már Traustason 9, Veigar Áki Hlynsson 5, Guðmundur Jónsson 5/5 fráköst, Andrés Ísak Hlynsson 4.

Fráköst: 31 í vörn, 15 í sókn.

Þór Akureyri: Jamal Marcel Palmer 29/4 fráköst, Mantas Virbalas 25/8 fráköst, Hansel Giovanny Atencia Suarez 13/5 stoðsendingar, Pablo Hernandez Montenegro 9, Júlíus Orri Ágústsson 5, Erlendur Ágúst Stefánsson 4, Terrence Christopher Motley 4/4 fráköst.

Fráköst: 16 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jóhann Guðmundsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 230

Keflavík 97:89 Þór Ak. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert