Skórnir á hilluna eftir 22 ára feril í NBA

Vince Carter er hættur.
Vince Carter er hættur. AFP

Gamla brýnið Vince Carter hefur lagt skóna á hilluna og hætt eftir langan feril í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann hefur verið leikmaður deildarinnar síðan 1998 eða í 22 ár.

Carter hafði áður gefið út að tímabilið 2019-2020 yrði hans síðasta á löng­um ferli. Cart­er er 43 ára gam­all og leik­ur með Atlanta Hawks. Hann hafði vænt­an­lega hugsað sér að kveðja með stæl og ef til vill fær hann tæki­færi til þess. Cart­er kom inn í deild­ina árið 1998 og lék fyrstu árin með Toronto Raptors. Hann vakti væg­ast sagt mikla at­hygli þegar hann sigraði í troðslu­keppni NBA með mikl­um lát­um. 

mbl.is