Viðskipti stöðvuð með SocGen vegna fjársvika

Viðskipti voru stöðvuð með næst stærsta banka Frakklands, Societe Generale, í Kauphöllinni í París í morgun eftir að bankinn greindi frá því að einn verðbréfamiðlari bæri ábyrgð á 4,9 milljarða evra, tæplega 476 milljarða íslenskra króna, fjársvikum.  

Samkvæmt upplýsingum frá Euronext, sem rekur Kauphöllina í París, liggur ekki fyrir hvenær viðskipti hefjast með Societe Generale á ný. Hlutabréf bankans lækkuðu um rúm 4% í gær.

Í tilkynningu frá Societe Generale kemur fram að auk tapsins vegna svikanna þá þurfi bankinn að afskrifa 2,05 milljarða evra vegna undirmálslána. Mun bankinn leita eftir því að auka eigið fé bankans um 5,5 milljarða evra á næstu vikum.

Fjársvikin og afskriftir hafa mikil áhrif á afkomu bankans á síðasta ári og er útlit fyrir að hagnaður Societe Generale fyrir allt síðasta ár nemi 600-800 milljónum evra.

Viðkomandi verðbréfamiðlari starfaði hjá SocGen en svikin komu í ljós um síðustu helgi, samkvæmt frétt á vef Wall Street Journal. Hefur hann játað brot sín og var rekinn umsvifalaust úr starfi. Svo virðist sem svik hans tengist framtaksfjárfestingum og vogunarsjóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK