Eimskip fellur frá máli gegn Samkeppniseftirlitinu

Eimskip tilkynnti Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að félagið hefur ákveðið …
Eimskip tilkynnti Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að félagið hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur Samkeppniseftirlitsins. Ljósmynd/Eimskip

Eimskip tilkynnti Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að fyrirtækið hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur Samkeppniseftirlitsins vegna rannsóknar stofnunarinnar á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

Það var í nóvember í fyrr sem Eimskip ákvað að höfða almennt einkamál gegn Samkeppniseftirlitinu þar sem krafist var að rannsókn stofnunarinnar, sem hafði staðið yfir í tíu ár, yrði dæmd ólögmæt og henni hætt. Var málið höfðað á grundvelli ákvæði laga um meðferð sakamála.

Var einkamálið með sambærilegar kröfur og Eimskip lagði til grunns málsóknar á hendur Samkeppniseftirlitinu í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði því máli frá og var sú ákvörðun staðfest í Landsrétti. Í kjölfar þess ákvað Eimskip að höfða einkamál gegn stofnuninni.

Gagnamagn án fordæma

„Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beinist að því hvort Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Hófst þessi rannsókn í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum Eimskips og Samskipa,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins.

Þá segir að stofnunin hafi haft möguleg brot fyrirtækjanna til samfelldrar rannsóknar og er hún vel á veg komin. Hefur Samkeppniseftirlitið veitt fyrirtækjunum kost á að tjá sig um frummat eftirlitsins. Jafnfram hefur „Eimskipi og Samskipum verið gefið tækifæri til að nýta andmælarétt sinn í tveimur áföngum. Fyrra andmælaskjalið var birt fyrirtækjunum þann 6. júní 2018 og þeim boðið að koma að athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri.“

Fram kemur að Samskip hafi ekki nýtt sér rétt andmælarétt sinn og að Eimskip hafi ítrekað óskað eftir auknum fresti til skila, en skilaði að lokum athugasemdum 16. mars síðastliðinn. Þá hafi síðari andmælaskjal verið birt fyrirtækjunum 13. desember 2019 og bárust ekki athugasemdir frá fyrirtækjunum innan gefins frests, en þau hafa farið fram á að fá lengri frest til skila.

„Mál þetta sætir forgangi hjá Samkeppniseftirlitinu. Er umfang rannsóknarinnar, þar á meðal undirliggjandi gagnamagn, án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK