Norwegian fellur um 25% í verði

AFP

Norska flugfélagið Norwegian hefur uppfyllt skilyrði sem sett eru fyrir ríkisábyrgð frá norska ríkinu á lánalínu félagsins. Hlutabréfaverð flugfélagsins hefur lækkað um rúm 25% í morgun í Kauphöllinni í Ósló. Það sem af er ári hafa hlutabréf flugfélagsins lækkað um 90%.

Alls er um þriggja milljarða norskra króna lán að ræða, sem svarar til tæplega 43 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í Ósló í morgun.

Forstjóri Norwegian, Jacob Schram, þakkar öllum þeim sem hafa stutt félagið í gegnum þessar þrengingar sem flugfélagið og flugiðnaðurinn sem heild eru að ganga í gegnum. 

Fjármálastjóri félagsins, Geir Karlsen, segir að þetta hafi verið tímabil mikilla áskorana þar sem viðræður hafi staðið yfir í meira en tvo mánuði. Viðræður sem hafa tekið á en uppbyggjandi og um leið hafi þær skilað umtalsverðu fyrir alla hluthafa. 

Kauphöllin í Ósló

Eftir endurskipulagningu og útgáfu nýs hlutafjár er BOC Aviation, sem er undir stjórn kínverska ríkisins, einn stærsti hluthafinn í flugfélaginu. Hlut­haf­ar Norweg­i­an Air samþykktu í byrjun maí að umbreyta skuld­um að and­virði 10 millj­örðum norskra króna í hluta­fé.

Eignarleigufélög, sem leigja Norwegian hluta af flugflota þess, munu með þessum hætti eignast stóran hluta hlutafjár. Stærsti hluthafinn verður írska félagið AerCap Holdings sem mun eiga 15,9% hlutafjár og eins skuldabréf sem hægt er að breyta í hlutafé, sem svarar til 7,2% hlutafjár.

BOC Aviation, sem kínverska ríkið ræður yfir í gegnum nokkur félög, mun fara með 12,67% hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK