Greiðslugeta kaupenda sjávarafurða endurmetin

Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinney-Þinganess, segir tryggingafélög hafi verið að endurmeta …
Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinney-Þinganess, segir tryggingafélög hafi verið að endurmeta greiðslugetu viðskiptavini útgerðarfélagsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borið hefur á því að erlend tryggingafélög hafa tekið að endurmeta greiðslugetu viðskiptavina sinna og lækkað tryggingaviðmið greiðslutrygginga kaupenda íslenskra sjávarafurða erlendis, segir Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess. Hann segir ástandið í heiminum hafa skapað truflanir í rekstri bæði beint og óbeint. „Það eru allir að glíma við óvissu.“

Spurður hvort fyrirtækinu hafi gengið vel að fá greiðslur frá sínum viðskiptavinum, segir Aðalsteinn svo vera. „Ég hef ekki tekið eftir því að það hafi eitthvað dregið úr greiðslum. Maður er bara á tánum yfir því.“ Þá er talið líklegt að það kunni að vera svo að erlendu tryggingafélögin séu að draga úr áhættu. „Þegar óvissa er hjá öllum þá reyna tryggingafélögin eins og aðrir að lágmarka sína óvissu,“ útskýrir hann.

Birtingamynd samdráttar

„Þetta kemur ekki á óvart. Það sama gerðist í bankahruninu og þetta er dæmi um aukna áhættufælni sem skýrist af því að fjárhagsstaða margra fyrirtækja, inn- og útflytjenda, versnar. Þessi fyrirtæki sem sérhæfa sig í að veita ábyrgðir í inn- og útflutningi fara að neita að tryggja, hækka iðgjöld eða lækka ábyrgðir og þetta miðar að því að draga úr áhættu,“ svarar Gylfi Magnússon, dósent hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er hann er inntur álits á breyttu umhverfi greiðslutrygginga.

„Þessar tryggingar og ábyrgðir eru mjög mikilvægur hlekkur í keðju milliríkjaviðskipta, sérstaklega með vörur. [...] Ef sá markaður frýs þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Búast mætti við að þeir sem hafa einhver tök á að bregðast við því myndu reyna að gera eitthvað til þess að liðka fyrir að þessar ábyrgðir séu veittar,“ útskýrir Gylfi.

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/​Hari

„Ég á ekki von á því að þetta sé eitthvað að hrjá Íslendinga meira en aðra núna. Þetta er óþægilegt hvort sem menn eru að flytja út eða inn. En það er örugglega þannig að einhver fyrirtæki sem eru að kaupa íslenskar vörur, eins og fisk, standa kannski ekkert mjög vel,“ segir Gylfi. Þá hefur líklega lokun meðal annars veitingahúsa og mötuneyta erlendis haft neikvæð áhrif á innflytjendur íslenskra afurða sem gerir það erfiðara fyrir innflytjendurna að fá tryggingar þar sem þeirra lánstraust er talið lakara, sem um sinn truflar útflutninginn.

Spurður hvort það sé ástæða til þess að hafa sérstakar áhyggjur af þessari þróun svarar hann: „Þetta eru allavega ekki góðar fréttir. Auðvitað reikna menn með því að hlutirnir færist í eðlilegt horf þegar faraldurinn er að mestu genginn yfir, en það veit náttúrlega enginn tímasetninguna á því. Þetta verður áhyggjuefni næstu mánuði. Þetta er hluti af birtingarmynd og ástæða þess að milliríkjaviðskipti eru að dragast saman.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »