Íhuga að hætta með starfsmenn í afgreiðslu

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Herjólfs ohf. kemur til greina að engir starfsmenn verði lengur í afgreiðslu félagsins við Landeyjahöfn og í Þorlákshöfn. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum.

Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. 

Leita allra leiða

Verktaki hefur séð um afgreiðsluna við Landeyjahöfn og í Þorlákshöfn og eru starfsmennirnir þar því ekki á vegum Herjólfs ohf. Um er að ræða fimm til sex starfsmenn, að sögn Guðbjarts.

„Útfærslan eða niðurstaðan liggur ekki fyrir hvort þetta verður áfram með óbreyttu sniði eða hvort það verða gerðar breytingar,“ segir hann en meðal annars velta menn fyrir sér hvort gerlegt sé að hafa afgreiðsluna mannlausa og fólk geti þjónustað sig sjálft.

„Áhrifin af Covid hafa verið allveruleg á félagið. Við erum að reyna að aðlaga okkar rekstur að því umhverfi og leita allra leiða,“ segir hann. „Þetta er vissulega ein af þeim sviðsmyndum, þ.e. að vera ekki með eða í það minnsta lágmarksmönnun í Þorlákshöfn og í Landeyjahöfn,“ greinir hann frá.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. mbl.is/Óskar Pétur Friðrikss

Ljóst fyrir næstu mánaðamót

Öllum starfsmönnum Herjólfs var sagt upp um mánaðamótin ágúst/september og síðan þá hefur endurskipulagning verið í gangi á rekstri félagsins. Greint verður frá útkomu hennar fyrir næstu mánaðamót, að sögn Guðbjarts. Nú þegar er ljóst að Vestmannaeyjabær verður áfram með ferjuna til næstu þriggja ára og sigldar verða sex til sjö ferðir daglega eins og verið hefur. Samningaviðræðum Herjólfs ohf., Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar er lokið og var þetta niðurstaðan.

Uppsagnarfrestur starfsmanna Herjólfs rennur út um næstu mánaðamót. Spurður segir Guðbjartur að gengið sé út frá því að tryggja fólkinu störf áfram. Því miði í rétta átt. Ekki verður þó endurráðið fyrr en niðurstaða er komin í tengslum við endurskipulagninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.6.24 384,60 kr/kg
Þorskur, slægður 21.6.24 374,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.6.24 305,78 kr/kg
Ýsa, slægð 21.6.24 191,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.6.24 77,01 kr/kg
Ufsi, slægður 21.6.24 176,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 21.6.24 234,43 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.6.24 Litlanes ÞH 3 Handfæri
Ýsa 1.556 kg
Þorskur 1.014 kg
Steinbítur 793 kg
Skarkoli 47 kg
Keila 23 kg
Samtals 3.433 kg
22.6.24 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 907 kg
Þorskur 449 kg
Keila 307 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 1.678 kg
22.6.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Karfi 15.741 kg
Samtals 15.741 kg
22.6.24 Bára SH 27 Gildra
Þorskur - Noregi 2.156 kg
Samtals 2.156 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.6.24 384,60 kr/kg
Þorskur, slægður 21.6.24 374,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.6.24 305,78 kr/kg
Ýsa, slægð 21.6.24 191,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.6.24 77,01 kr/kg
Ufsi, slægður 21.6.24 176,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 21.6.24 234,43 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.6.24 Litlanes ÞH 3 Handfæri
Ýsa 1.556 kg
Þorskur 1.014 kg
Steinbítur 793 kg
Skarkoli 47 kg
Keila 23 kg
Samtals 3.433 kg
22.6.24 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 907 kg
Þorskur 449 kg
Keila 307 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 1.678 kg
22.6.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Karfi 15.741 kg
Samtals 15.741 kg
22.6.24 Bára SH 27 Gildra
Þorskur - Noregi 2.156 kg
Samtals 2.156 kg

Skoða allar landanir »