Misstu rekstrarleyfi þar sem starfsleyfi skorti

Úr Skötufirði. Ekki verður af fyrirhugðu eldi.
Úr Skötufirði. Ekki verður af fyrirhugðu eldi. mbl.is/Árni Sæberg

Rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. (Arctic Fish) til eldis á 200 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Skötufirði hefur verið afturkallað af Matvælastofnun þar sem ekki hefur verið hafinn rekstur innan tímamarka, en það hefur ekki tekist að hefja starfsemi vegna þess að Umhverfisstofnun hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fyrirtækið fái starfsleyfi í firðinum.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í síðasta mánuði kröfu Arctic Sea Farm hf.um að ógilda ákvörðun Matvælastofnunar frá 5. maí um að afturkalla rekstraraleyfi fyrir fiskeldi í Skötufirði og verður því rekstrarleyfið afturkallað. Var ákvörðunin tekin á grundvelli þess að starfsemi hafði ekki hafist innan þriggja ára frá útgáfu leyfisins. Rekstrarleyfið var veitt Arctic Sea Farm hf. í febrúar 2016.

Fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að Arctic Sea Farm ehf. bar meðal annars fyrir sér að ekki hafi verið hægt að hefja rekstur þar sem starfsleyfi hafði ekki fengist frá Umhverfisstofnun. Kvaðst fyrirtækið hafa vilja til að hefja starfsemi en það hafi ekki gengið eftir þar sem „Umhverfisstofnun, og eftir atvikum Matvælastofnun, hafi svipt kæranda möguleikanum á að hefja starfsemi með því að taka ekki endanlega, og þar með kæranlega, ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir rekstur fiskeldis í Skötufirði.“

Vandi vegna starfsleyfis breytir engu

Matvælastofnun er sögð hafa veitt fyrirtækinu „skriflegar viðvaranir og hæfilegan frest til úrbóta“ enda fékk það heilt ár í frest til að hefja starfsemi eftir að athugasemdir voru gerðar. Að loknum fresti felldi stofnunin rekstrarleyfið úr gildi.

„Verður ekki annað séð en að stofnunin hafi við meðferð málsins fylgt skýrum fyrirmælum laga nr. 71/2008 um afturköllun rekstrarleyfisins að liðnum hlutlægum og lögbundnum tímafrestum. Breyta ástæður þess að starfsleyfi hafi ekki fengist engu í þeim efnum, enda sér Matvælastofnun ekki um útgáfu þess heldur Umhverfisstofnun á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,“ segir í úrskurði nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,66 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.399 kg
Ýsa 56 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 1.470 kg
20.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.899 kg
Skarkoli 23 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 2.934 kg
20.9.24 Valþór EA 313 Handfæri
Þorskur 272 kg
Samtals 272 kg
20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,66 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.399 kg
Ýsa 56 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 1.470 kg
20.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.899 kg
Skarkoli 23 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 2.934 kg
20.9.24 Valþór EA 313 Handfæri
Þorskur 272 kg
Samtals 272 kg
20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg

Skoða allar landanir »