Þurft að toga stundum aðra leiðina vegna veðurs

Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri í brúnni á Viðey er skipið …
Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri í brúnni á Viðey er skipið var nýkomið til landsins. Hann segir skipið láta vel í sjó. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er vont veður og gengur á með hríðum. Við erum í vesturjaðrinum á þessu veðri og þyrftum að fara yfir hinumegin til að komast í skaplegt veður,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE-50, í samtali við blaðamann.

Veðurspáin er sérlega slæm á norðvestanverðu landinu í dag og er spáð töluverðu hvassviðri. Verst á staðan að vera milli 12 og 18.

Það var kominn suðvestan stormur á Vestfjarðarmiðum og ölduhæðin um sex til átta metrar um klukkan eitt þegar rætt var við Jóhannes Ellert. Skipið hefur verið á veiðum á Víkurálnum.

„Þetta er enginn svakalegur sjór, það fer ekkert illa um okkur. Það gerist nú reyndar aldrei á Viðey að það fari illa um okkur. Þau láta vel í sjó þessi skip,“ segir hann.

Sjólagsspá Vegagerðarinnar eins og hún lítur út fyrir klukkan 18 …
Sjólagsspá Vegagerðarinnar eins og hún lítur út fyrir klukkan 18 í kvöld. Kort/Vegagerðin

Ekki er langt síðan Viðey mætti á miðin, en hvernig hafa veiðar gengið til þessa? „Við köstuðum klukkan ellefu í gærkvöldi og þetta er allt í lagi miðað við aðstæður – miðað við hvað veðrið er vont. Þetta sleppur til. Við höfum stundum þurft að toga bara aðra leiðina í hríðunum. […] Það er aðeins fast núna og það er ekki gott að hífa úr festi í svona slæmu veðri,“ svarar skipstjórinn.

Hann segir að gert sé ráð fyrir að Viðey komi til hafnar annað hvort á Grundarfirði á Sunnudagskvöld eða í Reykjavík á mánudag.

Viðey RE við bryggju í Reykjavík.
Viðey RE við bryggju í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.22 400,45 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.22 469,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.22 416,82 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.22 463,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.22 30,74 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.22 262,85 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.22 335,95 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.22 189,00 kr/kg
Blálanga, slægð 21.1.22 215,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 1.163 kg
Ýsa 498 kg
Steinbítur 89 kg
Samtals 1.750 kg
21.1.22 Selvaag Senior N 0024ME LJXW NO-0 Flotvarpa
Loðna 37.064 kg
Samtals 37.064 kg
21.1.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 1.000 kg
Samtals 1.000 kg
21.1.22 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Gullkarfi 5.577 kg
Ufsi 1.144 kg
Samtals 6.721 kg
21.1.22 Áskell ÞH-048 Botnvarpa
Þorskur 4.955 kg
Samtals 4.955 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.22 400,45 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.22 469,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.22 416,82 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.22 463,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.22 30,74 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.22 262,85 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.22 335,95 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.22 189,00 kr/kg
Blálanga, slægð 21.1.22 215,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 1.163 kg
Ýsa 498 kg
Steinbítur 89 kg
Samtals 1.750 kg
21.1.22 Selvaag Senior N 0024ME LJXW NO-0 Flotvarpa
Loðna 37.064 kg
Samtals 37.064 kg
21.1.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 1.000 kg
Samtals 1.000 kg
21.1.22 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Gullkarfi 5.577 kg
Ufsi 1.144 kg
Samtals 6.721 kg
21.1.22 Áskell ÞH-048 Botnvarpa
Þorskur 4.955 kg
Samtals 4.955 kg

Skoða allar landanir »