15% aukning útflutningsverðmæta í apríl

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í apríl nam 31 milljarði króna og 108 …
Útflutningsverðmæti sjávarafurða í apríl nam 31 milljarði króna og 108 milljörðum á fyrstu 4 mánuðum ársins. mbl.is/Alfons

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í apríl á þessu ári var 15% hærra en í sama mánuði í fyrra og nam um 31 milljarði króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á fyrstu fjóru mánuðum ársins er því útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 108 milljarða og hefur aldrei verið meiri á fyrsta ársþriðjungi.

„Þrátt fyrir þessa myndarlegu aukningu er vægi sjávarafurða í verðmæti vöruútflutnings á fyrstu 4 mánuðum ársins minna í ár en það hefur áður verið á þessari öld. Það nemur nú rúmlega 35% af verðmæti vöruútflutnings samanborið við rúmt 41% á sama tímabili í fyrra. Það skýrist augljóslega af því að verðmæti annars vöruútflutnings er að aukast umfram sjávarafurðir. Þá aukningu má í mun meira mæli rekja til verðhækkana fremur en magnaukningar,“ segir í greiningu Radarsins.

Mynd/Radarinn

Flöskuhhálsar í flutningsleiðum

Talið er að stór loðnuvertíð í vetur hafi haft veruleg áhrif á aukningu útflutningsverðmæta þó svo að ekki sé hægt að sjá sundurliðun eftir tegundum í bráðabirgðatölunum. „Stærstan hluta af aukningunni má rekja til fiskimjöls. Útflutningsverðmæti þess nam um 6,2 milljörðum króna í apríl sem er um 660% aukning frá sama mánuði í fyrra á föstu gengi. Útflutningsverðmæti lýsis nam rúmlega 2,2 milljörðum króna sem er ríflega 280% aukning á milli ára.“

Samdráttur varð hins vegar í öðrum vöruflokkum. „Margir þættir geta skýrt samdrátt á milli ára. Flöskuhálsar hafa myndast í flutningum og staðan er almennt erfiðari eftir því sem fjarlægðin er meiri. Til að mynda hafa hertar sóttvarnaraðgerðir í Kína gert það að verkum að erfiðara gengur að koma afurðum á markað þar í landi. Svo ekki sé minnst á stríðið í Úkraínu en áhrifa þess gætir víða,“ segir í grieningunni.

Þá er vakin athygli á að 52% aukning hafi orðið í útflutningsverðmætum frystra flaka, en 10% samdráttur í ferskum afurðum og 39% samdráttur í rækju.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.22 371,05 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.22 306,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.22 414,75 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.22 375,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.22 121,24 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.22 155,42 kr/kg
Djúpkarfi 5.7.22 219,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.22 298,08 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.22 292,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 3.504 kg
Samtals 3.504 kg
6.7.22 Hrefna ÍS-267 Handfæri
Þorskur 2.594 kg
Ufsi 173 kg
Gullkarfi 15 kg
Samtals 2.782 kg
6.7.22 Falkvard ÍS-062 Handfæri
Ufsi 1.082 kg
Samtals 1.082 kg
6.7.22 Sædís ÍS-067 Handfæri
Ufsi 11 kg
Samtals 11 kg
6.7.22 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 5.769 kg
Þorskur 1.650 kg
Steinbítur 359 kg
Keila 275 kg
Ufsi 15 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 8.074 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.22 371,05 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.22 306,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.22 414,75 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.22 375,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.22 121,24 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.22 155,42 kr/kg
Djúpkarfi 5.7.22 219,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.22 298,08 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.22 292,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 3.504 kg
Samtals 3.504 kg
6.7.22 Hrefna ÍS-267 Handfæri
Þorskur 2.594 kg
Ufsi 173 kg
Gullkarfi 15 kg
Samtals 2.782 kg
6.7.22 Falkvard ÍS-062 Handfæri
Ufsi 1.082 kg
Samtals 1.082 kg
6.7.22 Sædís ÍS-067 Handfæri
Ufsi 11 kg
Samtals 11 kg
6.7.22 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 5.769 kg
Þorskur 1.650 kg
Steinbítur 359 kg
Keila 275 kg
Ufsi 15 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 8.074 kg

Skoða allar landanir »