Mjöl og lýsi fyrir 1,5 milljarð í þrjú skip

Í dag var lýsisskipið Key Fighter að lesta 2.000 tonnum …
Í dag var lýsisskipið Key Fighter að lesta 2.000 tonnum í Norðfjarðarhöfn. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Tvö skip komu til Neskaupstaðar um helgina og lestuðu mjöli, um 1.200 tonn hvort. Auk þess hefur verið unnið að því í dag að koma 2.000 tonnum af lýsi um borð í Key Fighter áður en það leggur frá bryggju. Fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar að verðmæti afurðanna sem þessi þrjú skip munu flytja til kaupenda er um 1,5 milljarður króna.

Þar er sagt frá því að mjöli hafi verið útskipað 21 skipti í Neskaupsstað það sem af er ári, en auk þess hefur talsverðu magni verið flutt til fóðurverksmiðjunnar Laxár á Akureyri. Alls er búið að skipa út 27.700 tonnum af mjöli og 11.400 tonnum af lýsi það sem af er árinu.

237 þúsund tonn af hráefni

Það hefur verið í nógu að snúast í fiskmjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á árinu er haft eftir Hafþóri Eiríkssyni verksmiðjustjóra í færslunni. „Þetta ár verður svo sannarlega stórt hjá okkur í þessum iðnaði,“ segir hann.

„Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur verksmiðjan hér í Neskaupstað tekið á móti 145 þúsund tonnum af hráefni og það er jafn mikið og báðar verksmiðjur fyrirtækisins tóku á móti allt árið í fyrra. Verksmiðjurnar tvær, hér í Neskaupstað og á Seyðisfirði, hafa tekið á móti 237 þúsund tonnum það sem af er þessu ári og þar af er hlutur Seyðisfjarðarverksmiðjunnar 92 þúsund tonn.“

Hafþór vekur athygli á því að í Neskaupstað er ekki aðeins mikið að gera í framleiðslunni heldur hafi einnig verið unnið að framkvæmdum við verksmiðjuna.

„Verið er að stækka verksmiðjuna þannig að hún mun afkasta 2.000 tonnum á sólarhring og að auki er byggð lítil verksmiðja sem afkastar 380 tonnum. Nú fer að líða að því að litla verksmiðjan verði prufukeyrð en stækkunin verður vart tilbúin fyrr en í janúarmánuði. Hráefnið sem verksmiðjan á Seyðisfirði tekur á móti er fyrst og fremst kolmunni og loðna, en verksmiðjan í Neskaupstað tekur á móti kolmunna og að auki loðnu, síld og makríl frá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Það hefur verið mikil vinnsla í fiskiðjuverinu og allur afskurður þaðan og allt sem flokkast frá kemur til vinnslu í verksmiðjunni,“ segir Hafþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 500,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,77 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 500,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,77 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »