Telur strokulaxa í Ísafjarðará ógna uppbyggingu

Sigurgísli Ingimarsson hefur reynt að byggja upp villta stofninn í …
Sigurgísli Ingimarsson hefur reynt að byggja upp villta stofninn í Ísafjarðará og hefur miklar áhyggjur af erfðablöndun í kjölfar þess að fjöldi laxa struku úr sjókví Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Samsett mynd

Ekkert lát virðist vera á því að eldislaxar fiskast í ám á Vestfjörðum og kveðst Sigurgísli Ingimarsson afar ósáttur við að ekki hafi verið tekið harðar á slysasleppingum úr sjókvíaeldinu. Hann kveðst hafa náð þremur strokulöxum úr sjókvíaldi í Ísafjarðará um helgina, en aðeins vika er síðan hann náði einum slíkum í ánni og hefur Hafrannsóknastofnun staðfest að þá hafi verið um eldislax að ræða úr kvíum Arctic Sea Farm í Patreksfirði.

„Þetta er ekki glæsileg sýn,“ segir Sigurgísli í samtali við 200 mílur. Hann er landeigandi með réttindi í ánni og leigir hinn hluta hennar með markmið um að byggja upp villta laxastofninn. Honum til aðstoðar hefur verið Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og Alþingismaður.

„Við erum að nota okkar eigin stofn. Ég er ekki að fara með hrygnurnar og hængana í stöð til að rækta seiði og sleppa, heldur veiði ég hrygnurnar á sumrin og geymi í tjörnum. Svo kemur Bjarni og við kreistum hrognin úr þeim og blöndum við svili úr hængum sem ég er búinn að veiða. Svo setjum við þetta í ánna þar sem þetta klekkst út, seiðin fæðast þá í eigin vatni,“ segir Sigurgísli.

Sigurgíslis segir strokulaxana sem hann veiddi um helgina bera augljós …
Sigurgíslis segir strokulaxana sem hann veiddi um helgina bera augljós merki um að vera eldislaxar. Samsett mynd

Fyrsti fyrir viku

Fyrsti eldislaxinn sem veiddist náðist sunnudaginn 3. september og var skilað til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar á uppruna strax á mánudegi. Sigurgísli kveðst ekki hafa verið í vafa að um eldislax var að ræða.

„Ég þekkti þennan lax vel, þetta var sjö kílóa lax. Það var eins og að draga þungan vatnspoka, en þegar þú setur í villtan atlantshafslax þá er hann alveg brjálaður, ný kominn í ánna stekkur og djöflast. Þennan dróg ég bara og setti í háfin án þess að takast nokkuð á. Hann var lúsétinn. Sporðurinn var allur rifinn og tættur, kjamminn öðruvísi og hann feitur og ljótur.“

Nú kveðst Sigurgísli hafa náð þremur eldislöxum til viðbótar. „Þetta var það sem er búið að vara við,“ segir hann og bætir við að hann hafi miklar áhyggjur af stöðunni.

Mestum áhyggjum valda þó seiði sem geta sloppið því þau bera ekki með sér eins áberandi einkenni og eldislax sem hefur hefur dvalið í sjókví. Strok seiða er skelfilegt að mati hans þar sem slíkt gerir það mun erfiðara að koma í veg fyrir erfðablöndun. „Við erum búin að vera með ánna í uppbyggingu og það er voðalega vont að fá þetta inn í ánna. Ég verð að fara að byrja að taka lífsýni úr löxunum til að vita að við.“

Sigurgísli segir það hafa verið eins og að draga vatnspoka …
Sigurgísli segir það hafa verið eins og að draga vatnspoka að ná strokulaxinum sem hann náði 3. september. Samsett mynd

27 strokulaxar

Föstudag síðastliðinn var birt tilkynning þar sem farið var yfir greiningu uppruna 27 laxa sem grunur hefur verið um að hafi verið strokulaxar og voru sendir til HAfrannsóknastofnunar til rannsókna. Í öllum tilvikum var um strokulaxa úr kví Arctic Sea Farm í Patreksfirði.

„Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um upprunagreiningu Hafrannsóknastofnunar á meintum eldislöxum sem veiðst hafa í Patreksfirði (6), Örlygshöfn (2), Sunndalsá (6), Mjólká (1), Laugardalsá (1), Ísafjarðará (1), Selá í Ísafjarðardjúpi (2), Miðfjarðará (1), Hópinu (1), Víðidalsá (1), Vatnsdalsá (3), Laxá í Dölum (1) og Staðarhólsá/Hvolsá (1),“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »