Kórónuveiran komin til Jemens

Jemen | 10. apríl 2020

Kórónuveiran komin til Jemens

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst í Jemen. Sá sem smitaðist býr í suðurhluta landsins sem er undir stjórn ríkisstjórnarinnar. Óttast er að faraldurinn muni breiðast hratt út í landinu vegna slæmra aðstæðna og veikburða heilbrigðiskerfis. 

Kórónuveiran komin til Jemens

Jemen | 10. apríl 2020

Kona í Jemen með andlitsgrímu og hanska til að verjast …
Kona í Jemen með andlitsgrímu og hanska til að verjast kórónuveirunni. AFP

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst í Jemen. Sá sem smitaðist býr í suðurhluta landsins sem er undir stjórn ríkisstjórnarinnar. Óttast er að faraldurinn muni breiðast hratt út í landinu vegna slæmra aðstæðna og veikburða heilbrigðiskerfis. 

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst í Jemen. Sá sem smitaðist býr í suðurhluta landsins sem er undir stjórn ríkisstjórnarinnar. Óttast er að faraldurinn muni breiðast hratt út í landinu vegna slæmra aðstæðna og veikburða heilbrigðiskerfis. 

Tilkynningin um kórónuveiruna barst tveimur dögum eftir að sett var tveggja vikna vopnahlé í landinu sem átti að hjálpa til við að stöðva útbreiðslu veirunnar.

„Fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar er komið upp í héraðinu Hadramawt,“ sagði í tilkynningu yfirvalda á Twitter.

Tugir þúsunda almennra borgara hafa látið lífið á undanförnum fimm árum í styrjöldinni í Jemen. Þar hafa barist hermenn stjórnvalda og uppreisnarmenn húta sem njóta stuðnings Írans. Þeir síðarnefndu stjórna stórum hluta af Jemen, þar á meðal höfuðborginni Sanaa.

mbl.is