Eyjaskeggjar settir í forgang

Kórónuveiran Covid-19 | 11. maí 2021

Eyjaskeggjar settir í forgang

Mikil áhersla er lögð á að bólusetja íbúa á grískum eyjum fyrir 14. maí en þann dag er ætlunin að hefja ferðamannatímabilið í ár. Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, segir að eyjaskeggjar séu nú í forgangi þegar kemur að bólusetningum og stefnt að því að allir fullorðnir íbúar eyjanna verði fullbólusettir fyrir lok júní. 

Eyjaskeggjar settir í forgang

Kórónuveiran Covid-19 | 11. maí 2021

AFP

Mikil áhersla er lögð á að bólusetja íbúa á grískum eyjum fyrir 14. maí en þann dag er ætlunin að hefja ferðamannatímabilið í ár. Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, segir að eyjaskeggjar séu nú í forgangi þegar kemur að bólusetningum og stefnt að því að allir fullorðnir íbúar eyjanna verði fullbólusettir fyrir lok júní. 

Mikil áhersla er lögð á að bólusetja íbúa á grískum eyjum fyrir 14. maí en þann dag er ætlunin að hefja ferðamannatímabilið í ár. Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, segir að eyjaskeggjar séu nú í forgangi þegar kemur að bólusetningum og stefnt að því að allir fullorðnir íbúar eyjanna verði fullbólusettir fyrir lok júní. 

Grísk yfirvöld fagna miklum áhuga ferðamanna á að ferðast til landsins og ekki síst eyjanna sem hafa löngum verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. 

Grísk yfirvöld leggja áherslu á að bólusetja sem flesta eyjaskeggja …
Grísk yfirvöld leggja áherslu á að bólusetja sem flesta eyjaskeggja áður en ferðamannaiðnaðurinn fer af stað að nýju. AFP

Um fjórðungur allra tekna landsins kemur frá ferðamönnum og eitt af því sem mikil áhersla er lögð á er að ferðamenn upplifi sig örugga þar. Þrátt fyrir að enn séu sóttvarnaaðgerðir í gildi í Grikklandi eru smitin yfir tvö þúsund talsins á degi hverjum, flest í Aþenu. Þar eru dauðsföllin einnig flest og mikið álaga á sjúkrahúsum. 

Búið er að ljúka bólusetningu að mestu meðal íbúa 32 lítilla eyja og þessu ferli muni ljúka á 36 stærri eyjum á næstu þremur vikum. Aftur á móti taki eitthvað lengri tíma að ljúka bólusetningu á sjö stærstu eyjunum. 

mbl.is