Öfgakennt veður nýr veruleiki

Loftslagsvá | 31. október 2021

Öfgakennt veður nýr veruleiki

Öfgakennt veður líkt og miklar hitabylgjur og vatnsmikil flóð eru nú nýr veruleiki okkar, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (World Meteorological Organisation, WMO). BBC greinir frá.

Öfgakennt veður nýr veruleiki

Loftslagsvá | 31. október 2021

Skógareldar í Kaliforníu í ágúst.
Skógareldar í Kaliforníu í ágúst. AFP

Öfgakennt veður líkt og miklar hitabylgjur og vatnsmikil flóð eru nú nýr veruleiki okkar, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (World Meteorological Organisation, WMO). BBC greinir frá.

Öfgakennt veður líkt og miklar hitabylgjur og vatnsmikil flóð eru nú nýr veruleiki okkar, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (World Meteorological Organisation, WMO). BBC greinir frá.

Í skýrslu WMO sem fjallar um ástand loftslags jarðar segir að meðalhitastig yfir 20 ára tímabil sé nú í fyrsta sinn einni gráðu hærra á celsíus en það var fyrir iðnbyltingu. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei verið jafn hátt og það var í ár.

Skýrslan, sem er fyrir árið 2021, var gefin út fyrr en vanalegt er sökum loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP26) sem byrjar á morgun í Glasgow.

Líklega heitustu ár sem hafa mælst

Í skýrslunni er meðal annars fjallað um hitastig, öfgakennt veður, hækkun yfirborðs sjávar og ástand sjávar. Þar segir að síðustu sjö ár að meðtöldu þessu ári séu líklega þau heitustu sem mælst hafa en gróðurhúsalofttegundir náðu metstyrk í andrúmsloftinu á tímabilinu.

„Öfgakenndir atburðir eru nú hið nýja norm,“ sagði Petteri Taalas prófessor hjá WMO.

Taalas útlistaði suma af þeim öfgakenndum atburðum sem hafa átt sér stað í ár. Hann benti á að það rigndi í stað snjókomu á ákveðnum hluta Grænlands, hitastig í Kanada náði næstum því 50 gráðum celsíus og hitinn fór upp í 54,5 gráður í Kaliforníu. Þá rigndi á nokkrum klukkustundum í Kína jafn mikið og vanalega rignir á mánuði. Það voru einnig mikil flóð í Evrópu og miklir þurrkar í Suður-Ameríku.

Í skýrslunni segir einnig að hækkun yfirborðs sjávar valdi áhyggjum.

Síðan hækkunin var fyrst mæld snemma á síðasta áratug síðustu aldar hækkaði yfirborð sjávar um 2,1 mm á ári á árunum 1993 til 2002. En frá 2013 til 2021 hefur yfirborðið hækkað um 4,4 mm á ári í kjölfar bráðnunar jökla.

Gæti hrakið 630 milljón manns frá heimilum sínum

„Ef við höldum áfram á núverandi braut gæti yfirborðið hækkað um 2 mm til viðbótar fyrir árið 2100 og hrakið um 630 milljónir manna frá heimilum sínum. Afleiðingar þess eru ólýsanlegar," sagði Prófessor Jonathan Bomber, forstöðumaður Bristol Glaciology Center.

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði bráðnandi jökla og stanslaus öfgakennd veður leggja vistkerfi og samfélög um allan heim, „frá hafdýpi til fjallstoppa,“ í rúst. 

„COP26 verður að marka tímamót fyrir fólk og jörðina,“ sagði Guterres.

mbl.is