Komi sterkari út úr heimsfaraldrinum

Kórónuveiran COVID-19 | 29. nóvember 2021

Komi sterkari út úr heimsfaraldrinum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir afhenti Lilju Alfreðsdóttur lyklana að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun en Lilja ber núna titilinn ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Komi sterkari út úr heimsfaraldrinum

Kórónuveiran COVID-19 | 29. nóvember 2021

Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við lyklum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við lyklum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir afhenti Lilju Alfreðsdóttur lyklana að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun en Lilja ber núna titilinn ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir afhenti Lilju Alfreðsdóttur lyklana að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun en Lilja ber núna titilinn ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Lilja segir mjög spennandi að fá að móta ráðuneytið til framtíðar þar sem ýmis tækifæri séu í fólgin í menningunni og ferðaþjónustunni í bland við viðskiptin. 

Vildi halda áfram með menningarmálin

Lilja, sem var áður mennta- og menningarmálaráðherra, segist aðspurð hafa lagt mikla áherslu á að fá halda áfram með menningarmálin í nýju ríkisstjórninni. Mikilvægt sé að þau skipi varanlegri sess innan stjórnsýslunnar en verið hefur þannig að hægt sé að hlúa enn betur að menningargeiranum.

„Það á auðvitað við um menninguna og ferðaþjónustuna að heimsfaraldurinn fer ekkert mjúkum höndum um þessa geira og þess þá heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á þá til að þeir komi jafnvel sterkari út úr þessu og það er mitt markmið,“ segir Lilja, sem ræddi við blaðamann að loknum lyklaskiptunum.

Hún segir menningarmálin annars hafa gengið ágætlega í síðustu ráðherratíð sinni. Bókmenntirnar hafi verið teknar mjög föstum tökum og útgáfa íslenskra bóka aukist um 36%. „Íslensk tunga er mér mjög hugleikin og ég vil að við lyftum henni alls staðar.“

Ætla að gera betur varðandi kvikmyndir

Iðnaður og nýsköpun verða ekki á meðal málaflokka ráðuneytisins en Þórdís Kolbrún var titluð sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í staðinn koma ferðamála- og menningarmálin inn með Lilju. Spurð hvort það sé ekkert skrítið að iðnaður og nýsköpun séu ekki á könnu viðskiptaráðherra segir hún þvert á móti mörg tækifæri fólgin í hennar ráðuneyti.

„Ég þekki mjög vel fjármálamarkaði og umhverfi viðskiptana þannig að mér finnst gaman að koma með þennan menningarlega bakgrunn inn í þetta nýja umhverfi og ég hef mikla trú á því að við getum verið með ákveðna hvata til þess að ýta undir ákveðna geira,“ segir hún og nefnir að gera þurfi betur varðandi kvikmyndir. Þar eigi umhverfið að vera samkeppnisvænt og samstarf sé í gangi við erlenda aðila. „Þannig að þetta verður bara skemmtilegt. Ég er í skemmtilegasta ráðuneytinu,“ segir hún að lokum og brosir.

mbl.is