Hissa á Arnari „að spila þennan leik“

Kórónuveiran COVID-19 | 9. janúar 2022

Hissa á Arnari „að spila þennan leik“

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að opið bréf Arnars Þórs Jónssonar, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð á fjölda aðila, þar á meðal á lögreglumenn, sé bæði ósmekklegt og dónaskapur.

Hissa á Arnari „að spila þennan leik“

Kórónuveiran COVID-19 | 9. janúar 2022

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Ljósmynd/Aðsend

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að opið bréf Arnars Þórs Jónssonar, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð á fjölda aðila, þar á meðal á lögreglumenn, sé bæði ósmekklegt og dónaskapur.

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að opið bréf Arnars Þórs Jónssonar, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð á fjölda aðila, þar á meðal á lögreglumenn, sé bæði ósmekklegt og dónaskapur.

„Hvar væri þjóðfélagið statt ef lögreglumenn framfylgdu lögum eftir eigin geðþótta líkt og Arnar er að leggja til með bréfi sínu? Að beina slíkri sendingu ekki bara að lögreglumönnum heldur að flestum öðrum stéttum opinberra starfsmanna sem hafa unnið baki brotnu við að halda þjóðfélaginu á floti síðustu ár er að mínu mati dónaskapur,“ skrifar Fjölnir á Facebook.

Lögreglumenn hafi ekki val um hvort þeir framfylgi reglum

Fjölnir segist í samtali við mbl.is hafa móðgast fyrir hönd ríkisstarfsmanna og þá sérstaklega fyrir hönd lögreglumanna sem hafa ekki beint val í sínu starfi heldur séu þeir skyldugir til að framfylgja reglum.

„Það er bara nógu mikið álag á okkur að framfylgja alls konar covid-reglum, hvort sem við höfum verið sammála þeim sjálf eða ekki, þá er það bara okkar skylda,“ segir Fjölnir og bætir við:

„Ég hef nú stundum samt að lögreglumenn voru nú í búsáhaldabyltingunni að verja alls konar stofnanir, það var ekkert verið að spyrja þá um þeirra álit á hlutunum, þetta er bara þeirra skylda.“

Þá segist Fjölnir hissa á Arnari enda sé hann bæði fyrrverandi héraðsdómari og lögmaður og hefur auk þess kennt við lögregluskólann.

„Ég er dálítið hissa á honum að vera að spila þennan leik að fólk eigi að velja hvort það framfylgir einhverjum lögum og reglum,“ segir Fjölnir að lokum.

mbl.is