Fjórði fjölmennasti ágústmánuðurinn

Ferðamenn á Íslandi | 8. september 2022

Fjórði fjölmennasti ágústmánuðurinn frá því mælingar hófust

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 243 þúsund í nýliðnum ágúst samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta ágústmánuðinn frá því mælingar hófust.

Fjórði fjölmennasti ágústmánuðurinn frá því mælingar hófust

Ferðamenn á Íslandi | 8. september 2022

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 243 þúsund í nýliðnum ágúst samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta ágústmánuðinn frá því mælingar hófust.

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 243 þúsund í nýliðnum ágúst samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta ágústmánuðinn frá því mælingar hófust.

Brottfarir í ágúst voru 83% af því sem þær voru í ágústmánuði 2018 þegar mest var. Tæplega þriðjungur brottfara í nýliðnum ágúst var tilkominn vegna Bandaríkjamanna. Brottfarir Íslendinga voru um 49 þúsund í ágúst sem eru nokkuð færri brottfarir en fjóra mánuðina á undan, að því er Ferðamálastofa greinir frá. 

Flestar brottfarir í ágúst voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna, um 73 þúsund talsins eða 29,9% af heild. Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í ágústmánuði frá 2013 og eru brottfarir þeirra í ágúst álíka margar og í ágúst 2017. Flestar brottfarir Bandaríkjamanna hafa mælt 103 þús. talsins í ágúst eða árið 2018.

Bottfarir Þjóðverja voru í öðru sæti, um 24 þúsund talsins eða 10% af heild. Þjóðverjar hafa lengst af verið næstfjölmennasta þjóðernið í ágústmánuði eða frá árinu 2013 að sögn Ferðamálastofu.

Brottfarir Íslendinga voru um 49 þúsund talsins í ágúst og hafa brottfarir þeirra mælst tvisvar fleiri í ágúst en það var árið 2017 og 2018.

mbl.is