Rúmlega 2.000 Rússar komið í ár

Ferðamenn á Íslandi | 15. september 2022

Rúmlega 2.000 Rússar komið í ár

Liðlega tvö þúsund Rússar hafa komið til landsins það sem af er ári. Er það aðeins um 15% af fjölda rússneskra ferðamanna á árinu 2019 þegar hann náði hámarki og er á svipuðu róli og var þegar fyrst var byrjað að flokka sérstaklega rússneska ríkisborgara sem hingað koma.

Rúmlega 2.000 Rússar komið í ár

Ferðamenn á Íslandi | 15. september 2022

Kort/mbl.is

Liðlega tvö þúsund Rússar hafa komið til landsins það sem af er ári. Er það aðeins um 15% af fjölda rússneskra ferðamanna á árinu 2019 þegar hann náði hámarki og er á svipuðu róli og var þegar fyrst var byrjað að flokka sérstaklega rússneska ríkisborgara sem hingað koma.

Liðlega tvö þúsund Rússar hafa komið til landsins það sem af er ári. Er það aðeins um 15% af fjölda rússneskra ferðamanna á árinu 2019 þegar hann náði hámarki og er á svipuðu róli og var þegar fyrst var byrjað að flokka sérstaklega rússneska ríkisborgara sem hingað koma.

Rússneskir ferðamenn hafa aldrei verið stór hópur hér ef miðað er við önnur markaðssvæði. Á árinu 2019 komu liðlega 16.500 ferðamenn, samkvæmt skráningu Ferðamálastofu, en heildarfjöldinn var tæpar tvær milljónir.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að fækkun ferðamanna frá Rússlandi hafi ekki mikil áhrif á ferðaþjónustuna hér. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is