Lofaði flugliða Icelandair í hástert

Ferðamenn á Íslandi | 1. nóvember 2022

Lofaði flugliða Icelandair í hástert

Andrew Cooper, erlendur ferðalangur sem kom hingað til lands á dögunum, lagði til við Icelandair að flugliði flugfélagsins fengi kauphækkun. Ástæðan var einstaklega góð ráð sem flugliðinn gaf ferðalanginum á leiðinni til landsins.

Lofaði flugliða Icelandair í hástert

Ferðamenn á Íslandi | 1. nóvember 2022

Ferðalangurinn lofaði flugliðann í hástert.
Ferðalangurinn lofaði flugliðann í hástert. Samsett mynd

Andrew Cooper, erlendur ferðalangur sem kom hingað til lands á dögunum, lagði til við Icelandair að flugliði flugfélagsins fengi kauphækkun. Ástæðan var einstaklega góð ráð sem flugliðinn gaf ferðalanginum á leiðinni til landsins.

Andrew Cooper, erlendur ferðalangur sem kom hingað til lands á dögunum, lagði til við Icelandair að flugliði flugfélagsins fengi kauphækkun. Ástæðan var einstaklega góð ráð sem flugliðinn gaf ferðalanginum á leiðinni til landsins.

Cooper birti mynd af miðunum sem flugliðinn skrifaði og lét hann fá, en á meðal ráða eru að sleppa því að gefa þjórfé, kaupa áfengi í fríhöfninni, byrja daginn í sundlauginni og nota Hopp-hjól til að ferðast um borgina. Þá stakk flugliðinn líka upp á nokkrum veitingastöðum fyrir hann og fjölda skemmtistaða og bara.

„Langaði bara að láta ykkur vita að það er meistari í áhöfninni ykkar. Ég sagði einum flugliðanna að ég væri að fara til Reykjavíkur í brúðkaupsferð og hann lét mig fá þetta. Náði ekki nafninu, en hann var í flugi FI630 frá Boston. Minn maður þarf kauphækkun,“ skrifaði Cooper á Twitter.

mbl.is