Berglind verður í grænum satínjakka um jólin

Snyrtibuddan | 17. desember 2022

Berglind verður í grænum satínjakka um jólin

Berglind Lára Bjarnadóttir, förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Icelandair, fer í jólaköttinn annað hvert ár. 

Berglind verður í grænum satínjakka um jólin

Snyrtibuddan | 17. desember 2022

Berglind Lára Bjarnadóttir.
Berglind Lára Bjarnadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Lára Bjarnadóttir, förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Icelandair, fer í jólaköttinn annað hvert ár. 

Berglind Lára Bjarnadóttir, förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Icelandair, fer í jólaköttinn annað hvert ár. 

„Það sem mér finnst ómissandi um jólin er allur undirbúningurinn að jólunum, finna jólagjafir, jólamaturinn, smákökur og allt það. Ný jólahefð er að fara að höggva jólatré og fá sér heitt kakó, það gerir jólaundirbúninginn einstaklega sjarmerandi,“ segir Berglind Lára um jólin.

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig fína fyrir jólin?

„Ég elska að gefa mér tíma og dekra við sjálfa mig, hin heilaga húðrútína inniheldur tóner, serum, C-vítamínsýru, augnkrem og svo gott rakakrem. Það er extra mikilvægt að gefa sér tíma inn á milli og leyfa vörunum að fara vel inn í húðina áður en þú byrjar að farða þig. Öll undirbúningsvinna skiptir miklu máli svo förðunin endist vel allt kvöldið.“

Hvernig er jólaförðunin í ár?

„Jólaförðunin í ár verður fersk. Fersk og rakagóð húð er alltaf hápunkturinn að fallegri förðun. Einnig finnst mér mikilvægt að velja farða sem er ekki of þekjandi, leyfum húðinni að skína í gegn. Farðinn sem ég vel alltaf verður að gefa mér raka, svo jólafarðinn í ár verður Parure Gold Skin Matte frá Guerlain. Það er ákveðin fegurð yfir Guerlain sem ég dýrka, umbúðirnar og vörurnar eru svo vandaðar og góðar. Ég elska líka sólarpúðrið frá þeim, Terracotta. En það gefur manni svo sólkysst útlit með smá ljóma, fullkomin blanda fyrir hátíðarnar. Augnförðunin í ár verður einnig létt augnskygging með smá glimmeri til að gefa því glamúr. Ég set alltaf eyeliner yst á augnlokið til að lengja augnsvæðið, ég mæli með því. Varaprimer er einnig nauðsynlegt svo varaliturinn haldist á allt kvöldið.“

Passar þú að fara ekki í jólaköttinn?

„Það er mjög mismunandi, ætli ég fari ekki annað hvert ár í jólaköttinn. Ég er svo dugleg að kaupa mér sæta kjóla yfir árið að oft þarf ég ekki nýjan fyrir jólin. Ég elska kjóla um jólin, einhverja þægilega og sæta, jafnvel litríka. Í fyrra var ég í sætum fjólubláum kjól. Mér finnst svo fallegt að vera með rautt hár og vera í litum, ég elska það. Næstum allir litir fara mér vel svo mér finnst gaman að velja einhverja einstaka liti.“

Berglind elskar sólarpúðrið Terracotta frá Guerlain.
Berglind elskar sólarpúðrið Terracotta frá Guerlain. ún Selma Sigurjónsdóttir

Hvernig ætlar þú að klæða þig um jólin?

„Ég hef síðan ég man eftir mér farið í sparidressið um jólin. Ég elska að klæða mig upp á og gera mig fína. Mér finnst mjög gaman að leika mér að mismunandi áferð og litum. Í ár verð ég í sætum grænum satínjakka og svörtum satínbuxum úr Vero Moda – þægilegt en fínt líka. Ég brýt síðan upp dressið með fallegum toppi sem er skemmtileg andstæða.“

Berglind ætlar að nota farðann Parure Gold Skin Matte frá …
Berglind ætlar að nota farðann Parure Gold Skin Matte frá Guerlain um jólin.

Hvað setur punktinn yfir i-ið?

„Punkturinn yfir i-ið verður skartið – hárhringir, spangir og hálsmen.“

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Þessi jól verða aðeins öðruvísi þar sem vinnan kallar og ég fer í stutt flug innan Evrópu og svo beint í mat til mömmu og fjölskyldu. Það er gaman að fá smá jólaanda með vinnufélögum og svo beint í jólaglamúr. Við borðum góðan mat og tökum svo góðan tíma í að opna pakkana. Ég kann vel að meta þessa gæðastund með fjölskyldu minni.“

mbl.is