Íslandsvinir nutu jólanna í Tókýó

Stjörnur á ferð og flugi | 29. desember 2022

Íslandsvinir nutu jólanna í Tókýó

Íslandsvinirnir Orlando Bloom og Katy Perry nutu jólanna til hins ýtrasta í Tókýó, Japan. Af myndum að dæma hafa þau átt notalegar stundir saman, en Bloom birti myndaröð á instagramreikningi sínum frá jólunum og virtust þau hafa það ansi gott.

Íslandsvinir nutu jólanna í Tókýó

Stjörnur á ferð og flugi | 29. desember 2022

Stjörnuparið Orlando Bloom og Katy Perry eru stödd í Japan.
Stjörnuparið Orlando Bloom og Katy Perry eru stödd í Japan. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinirnir Orlando Bloom og Katy Perry nutu jólanna til hins ýtrasta í Tókýó, Japan. Af myndum að dæma hafa þau átt notalegar stundir saman, en Bloom birti myndaröð á instagramreikningi sínum frá jólunum og virtust þau hafa það ansi gott.

Íslandsvinirnir Orlando Bloom og Katy Perry nutu jólanna til hins ýtrasta í Tókýó, Japan. Af myndum að dæma hafa þau átt notalegar stundir saman, en Bloom birti myndaröð á instagramreikningi sínum frá jólunum og virtust þau hafa það ansi gott.

„Tókýó. Gleðilega hátíð, ást til allra,“ skrifaði Bloom við myndaröðina, en hann hefur verið duglegur að smella myndum af skemmtilegum augnablikum sem parið upplifði um jólin. Í myndaröðinni eru meðal annars myndir af Bloom og Perry, jólatré, arkitektúr, bílum og piparkökum. 

Sambandið skrautlegt til að byrja með

Samband Blooms og Perry hefur verið skrautlegt, en þau byrjuðu fyrst saman árið 2016 og hættu saman ári síðar. Árið 2018 byrjuðu þau þó aftur saman og trúlofuðust árið 2019. Þau fögnuðu svo fæðingu síns fyrsta barns, dótturinnar Daisy Dove, í ágúst 2020. 

Bloom og Perry hafa bæði komið til Íslands, en Bloom kíkti á sendiherra Bandaríkjanna í Íslandsheimsókn sinni sumarið 2020 og skellti sér svo í þyrluskíðaferð fyrir norðan árið 2021.

Fyrir fjórum mánuðum mætti Perry svo á klakann og tróð upp um borð í skipinu Norwegian Prima, en hún er guðmóðir skipsins sem var formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn í Reykjavík helgina 27.-28. ágúst.

mbl.is