Hvernig verður lífið eftir þurran janúar?

Edrúland | 4. febrúar 2023

Hvernig verður lífið eftir þurran janúar?

Margir hafa tekið þátt í þurrum janúar sem gengur út á það að neyta ekki áfengis. Nú er febrúar kominn og þá velta ef til vill margir fyrir sér framhaldinu. Vilja þeir fara í sama farið og áður eða halda áfram að sjá jákvæð áhrif þess að sleppa áfenginu.

Hvernig verður lífið eftir þurran janúar?

Edrúland | 4. febrúar 2023

Margir eru ferskir eftir þurran janúar og finna að vín …
Margir eru ferskir eftir þurran janúar og finna að vín er gott í hófi. AFP

Margir hafa tekið þátt í þurrum janúar sem gengur út á það að neyta ekki áfengis. Nú er febrúar kominn og þá velta ef til vill margir fyrir sér framhaldinu. Vilja þeir fara í sama farið og áður eða halda áfram að sjá jákvæð áhrif þess að sleppa áfenginu.

Margir hafa tekið þátt í þurrum janúar sem gengur út á það að neyta ekki áfengis. Nú er febrúar kominn og þá velta ef til vill margir fyrir sér framhaldinu. Vilja þeir fara í sama farið og áður eða halda áfram að sjá jákvæð áhrif þess að sleppa áfenginu.

Sérfræðingar hafa bent á að það sé hægt að finna millileið, neyta áfengis en hámarka heilsu. Ráðin eru svo hljóðandi:

1. Eitt kampavínsglas á viku getur bætt minnið

„Kampavín er búið til úr vissum þrúgum sem rannsóknir benda til að breyta próteinum sem hafa áhrif á hvernig unnið er úr upplýsingum í minninu.“

2. Lítið magn áfengis getur hjálpað með streitu

„Það er aldrei gott að drekka til þess að ná úr sér streitu en sumar rannsóknir sýna að þeir sem drekka lítið magn áfengis geta minnkað streitu og stuðlað að hjartaheilsu frekar en þeir sem drekka ekkert eða of mikið.“

3. Veldu rauðvín frekar en hvítvín

„Rauðvín hefur sína kosti. Það geymir andoxunarefni sem hefur jákvæð áhrif á hjartaheilsu og slæma kviðfitu. Rauðvín er eina áfengið sem talið er hafa einhver heilsubætandi áhrif.“

4. Eigðu að minnsta kosti þrjá áfengislausa daga í viku

„Það er mikilvægt að eiga nokkra áfengislausa daga í viku. Þannig fær lifrin tíma til þess að hvílast og hreinsa sig. Þá innbyrðir maður líka færri hitaeiningar.“ 

mbl.is