Ekki getað leikstýrt skaupinu án þess að vera edrú

Edrúland | 8. febrúar 2023

Ekki getað leikstýrt skaupinu án þess að vera edrú

Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins í fyrra, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún sé búin að vera edrú í þrjú ár. Dóra segir í færslunni að hún hefði aldrei getað leikstýrt skaupinu ef hún hefði ekki náð að verða edrú. 

Ekki getað leikstýrt skaupinu án þess að vera edrú

Edrúland | 8. febrúar 2023

Dóra Jóhannsdóttir er búin að vera edrú í þrjú ár.
Dóra Jóhannsdóttir er búin að vera edrú í þrjú ár.

Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins í fyrra, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún sé búin að vera edrú í þrjú ár. Dóra segir í færslunni að hún hefði aldrei getað leikstýrt skaupinu ef hún hefði ekki náð að verða edrú. 

Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins í fyrra, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún sé búin að vera edrú í þrjú ár. Dóra segir í færslunni að hún hefði aldrei getað leikstýrt skaupinu ef hún hefði ekki náð að verða edrú. 

„Þvílíkt ferðalag! Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir 3 árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdóttir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn. Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú,“ skrifar Dóra og heldur áfram:

„Ég er í bata í dag og þetta er m.a það sem hefur hjálpað mér og vinnur allt saman: 12 spora samtök eru með ókeypis stórkostleg prógrömm fyrir alla sem díla við einhverskonar fíknir eða meðvirkni. SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka.

Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi. Ég hef eytt formúu í sálfræðiþjónustu sem er ekki á allra færi, því miður, en er nauðsynlegt fyrir mig til að vinna úr áföllum.

Í dag sé ég skýr tengsl milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk. Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er. Ég vona að ég fái að halda áfram að vaxa og þroskast og vera í ljósi og sannleika og geti verið til staðar fyrir aðra.“

mbl.is