Þurfum fleiri menntaða leiðsögumenn

Ferðamenn á Íslandi | 3. apríl 2023

Þurfum fleiri menntaða leiðsögumenn

„Samsetningin á þeim hópi erlendra ferðamanna sem koma til Íslands hefur breyst. Yngra fólk en áður kemur mikið til Íslands og þar er aukið framboð á flugi til dæmis á vegum lággjaldaflugfélaga stór áhrifaþáttur,“ segir Guðný Margrét Emilsdóttir leiðsögumaður.

Þurfum fleiri menntaða leiðsögumenn

Ferðamenn á Íslandi | 3. apríl 2023

Guðný Margrét Emilsdóttir leiðsögumaður.
Guðný Margrét Emilsdóttir leiðsögumaður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Samsetningin á þeim hópi erlendra ferðamanna sem koma til Íslands hefur breyst. Yngra fólk en áður kemur mikið til Íslands og þar er aukið framboð á flugi til dæmis á vegum lággjaldaflugfélaga stór áhrifaþáttur,“ segir Guðný Margrét Emilsdóttir leiðsögumaður.

„Samsetningin á þeim hópi erlendra ferðamanna sem koma til Íslands hefur breyst. Yngra fólk en áður kemur mikið til Íslands og þar er aukið framboð á flugi til dæmis á vegum lággjaldaflugfélaga stór áhrifaþáttur,“ segir Guðný Margrét Emilsdóttir leiðsögumaður.

Hún hefur lengi starfað við leiðsögn og farið um landið með erlendum ferðamönnum sem hingað koma.

Í ár er reiknað með að þeir verði 2,3 milljónir og þar eru Bretar og Bandaríkjamenn áberandi. Einnig kemur fólk frá Suður-Evrópu til Íslands í stórum stíl sem og Frakkar og Þjóðverjar.

„Hér áður fyrr var flugið dýrara en nú. Þá kom yngra fólk til Íslands ekki í þeim mæli sem nú er,“ segir Guðný.

„Fyrr á árum voru hér helst miðaldra ferðamenn sem höfðu meira á milli handanna. Ísland þótti mjög dýrt land og þykir reyndar ennþá en samt er eins og yngra fólkið láti sig hafa það, því Ísland er einstakt land. Nú vantar hins vegar Kínverjana og reyndar finnst mér líka færri Japanir en áður. Slíkt er miður því þeir eru einstaklega mikilvægir yfir vetrarmánuðina.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is