Fjöldi ferðamanna í mars 93% á við metárið

Ferðamenn á Íslandi | 11. apríl 2023

Fjöldi ferðamanna í mars 93% á við metárið

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll í mars voru um 161 þúsund og er það fjórði stærsti marsmánuður frá því að mælingar hófust. Voru brottfararnir um 93% af því sem mest mældist metárið 2018. Þetta kemur fram í nýjum tölum Ferðamálastofu.

Fjöldi ferðamanna í mars 93% á við metárið

Ferðamenn á Íslandi | 11. apríl 2023

Fjöldi ferðamanna í mars var um 93% miðað við árið …
Fjöldi ferðamanna í mars var um 93% miðað við árið 2018. mbl.is/Árni Sæberg

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll í mars voru um 161 þúsund og er það fjórði stærsti marsmánuður frá því að mælingar hófust. Voru brottfararnir um 93% af því sem mest mældist metárið 2018. Þetta kemur fram í nýjum tölum Ferðamálastofu.

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll í mars voru um 161 þúsund og er það fjórði stærsti marsmánuður frá því að mælingar hófust. Voru brottfararnir um 93% af því sem mest mældist metárið 2018. Þetta kemur fram í nýjum tölum Ferðamálastofu.

Flestir ferðamannanna voru Bretar, eða tæplega 38 þúsund. Þá voru um 30.700 frá Bandaríkjunum, en samanlagt nema ferðamenn frá þessum tveimur löndum 42,7% af öllum ferðamönnum.

Þjóðverjar voru í þriðja sæti, en 10.559 þeirra fóru af landi brott í mars og 8.852 Pólverjar.

Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið stærstu tvö þjóðernin í marsmánuði síðustu tvo áratugi, með örfáum undantekningum.

Brottfarir Íslendinga voru um 39.800 í mars eða álíka margar og þær mældust í sama mánuði árið 2016 og 2017. Þegar mest var mældust brottfarir Íslendinga í marsmánuði tæplega 57 þúsund eða árið 2018.

mbl.is