Sjaldan verið flottari en á sextugsaldri

Sólarlandaferðir | 25. apríl 2023

Sjaldan verið flottari en á sextugsaldri

Það væsir ekki um hina glæsilegu leikkonu Salmu Hayak sem er á ferðalagi þessa dagana. Hún gerði allt vitlaust á Instagram þegar hún deildi kynþokkafullri myndaröð af sér í sjónum.

Sjaldan verið flottari en á sextugsaldri

Sólarlandaferðir | 25. apríl 2023

Leikkonan Salma Hayek er stödd í sólríku fríi um þessar …
Leikkonan Salma Hayek er stödd í sólríku fríi um þessar mundir. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um hina glæsilegu leikkonu Salmu Hayak sem er á ferðalagi þessa dagana. Hún gerði allt vitlaust á Instagram þegar hún deildi kynþokkafullri myndaröð af sér í sjónum.

Það væsir ekki um hina glæsilegu leikkonu Salmu Hayak sem er á ferðalagi þessa dagana. Hún gerði allt vitlaust á Instagram þegar hún deildi kynþokkafullri myndaröð af sér í sjónum.

„Í hvert skipti sem mér þarf að líða eins og ég sé endurnærð þá hoppa ég út í hafið,“ skrifaði Hayak við myndaröðina. Hún klæddist sjóðheitu gulu bikiníi og stillti sér upp við guðdómlegt sólsetur í bakgrunni.

„Ætti að vera ólöglegt“

Aðdáendur hennar höfðu orð á því hve vel Hayak eldist og líktu henni við gott vín sem verður bara betra með árunum, en Hayek er 56 ára gömul. 

„Að líta svona unglega út á sextugsaldri ætti að vera ólöglegt,“ skrifaði einn aðdáenda hennar á meðan annar sagðist hafa haldið að hún væri að deila gömlum myndum af sér.

mbl.is