Vigta farþega áður en þeir fara um borð

Furðulegt á ferðalögum | 31. maí 2023

Vigta farþega áður en þeir fara um borð

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand mun vigta alla farþega sem eru á leið í millilandaflug áður en þeir fara um borð flugvélanna. Þetta er hluti af könnun flugfélagsins og á að ákvarða meðalþyngd farþega, en markmið könnunarinnar er að bæta nýtingu eldsneytis í framtíðinni.

Vigta farþega áður en þeir fara um borð

Furðulegt á ferðalögum | 31. maí 2023

Nýsjálenskt flugfélag mun vigta alla farþega sem eru á leið …
Nýsjálenskt flugfélag mun vigta alla farþega sem eru á leið í millilandaflug áður en þeir fara um borð. Samsett mynd

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand mun vigta alla farþega sem eru á leið í millilandaflug áður en þeir fara um borð flugvélanna. Þetta er hluti af könnun flugfélagsins og á að ákvarða meðalþyngd farþega, en markmið könnunarinnar er að bæta nýtingu eldsneytis í framtíðinni.

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand mun vigta alla farþega sem eru á leið í millilandaflug áður en þeir fara um borð flugvélanna. Þetta er hluti af könnun flugfélagsins og á að ákvarða meðalþyngd farþega, en markmið könnunarinnar er að bæta nýtingu eldsneytis í framtíðinni.

Fram kemur á vef BBC að þátttaka í könnuninni sé valfrjáls, en flugfélagið þurfi yfir upplýsingar frá yfir 10 þúsund farþegum. Þá kemur einnig fram að farþegar verði vigtaðir við hlið ákveðinna fluga sem fara frá Auckland-alþjóðaflugvellinum á milli 29. maí og 2. júlí.

Þyngdin skráð nafnlaus og hvergi sýnileg

Alastair James, talsmaður flugfélagsins, segir að það sé reglubundin krafa að vita þyngd á öllu sem fer um borð flugvéla og að allt sem fari í flugvélar, frá farmi og máltíðum til farangurs, sé vigtað.

„Við vitum að það getur verið ógnvekjandi að stíga á vigtina. Við viljum fullvissa viðskiptavini okkar um að það sé hvergi sýnilegur skjár. Með því að vigta þig hjálpar þú okkur að fljúga á öruggan og skilvirkan hátt í hvert skipti,“ sagði James. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugfélagið vigtar farþega, en þeir gerðu svipaða könnun á farþegum sem ferðuðust innan Nýja Sjálands árið 2021. 

mbl.is